McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 11:54 McCain tók við frelsisorðu við hátíðlega athöfn í Fíladelfíu í gærkvöldi. Hann nýtti tækifærið til að gagnrýna Trump-stjórnina óbeint. Vísir/AFP Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29