Trump boðar slag við McCain Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 18:00 Donald Trump og John McCain. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi John McCain tóninn í dag og sagðist ætla að berjast á móti öldungadeildarþingmanninum og það yrði „ekki fallegt“. McCain, sem er fyrrverandi flugmaður, varði fimm og hálfu ári í fangabúðum í Víetnam og berst við heilaæxli svaraði um hæl: „Ég hef verið í erfiðari slögum“ og brosti.Tilefni þessara ummæla er ræða McCain í Fíladelfíu í gær, þar sem hann meðal annars fordæmdi „falska þjóðernishyggju“. Ræðuna flutti hann þegar hann tók á móti frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð.Sjá einnig: McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Augljóst þykir að gagnrýnin hafi beinst að Trump og stuðningsmönnum hans. „Ég hef verið mjög svo almennilegur en á einhverjum tímapunkti mun ég berjast á móti og það verður ekki fallegt,“ sagði forsetinn í útvarpsviðtali í dag. Trump og McCain hafa deilt um nokkuð skeið. Í kosningabaráttunni sagði Trump til dæmis að McCain væri ekki stríðshetja þar sem hann hefði verið handsamaður. Þá kom McCain í veg fyrir að repúblikönum tækist að fella niður sjúkratrygginga- og heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu ObamaCare, þegar hann kaus gegn flokksbræðrum sínum.I've had the good fortune to spend 60 yrs in service to this wondrous land & I'm so very grateful for the privilege https://t.co/D7Yj3Yq1G8 pic.twitter.com/Qr4EQBJL6x— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017 To refuse US leadership for half-baked nationalism is as unpatriotic as any dogma consigned to ash heap of history https://t.co/Y07Sxa1b7V pic.twitter.com/Jf1nit7X3n— John McCain (@SenJohnMcCain) October 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira