Mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2017 13:33 Frá Landspítalanum. Vísir/Ernir Mikilvægt er að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun um mönnum, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þar er bent á að í lok árs 2016 hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð innan íslensks heilbrigðiskerfis. Að auki sé talið að fjölga þurfi stöðugildum um 180. Þar sem hjúkrunarfræðingar eru almennt í um 70% starfshlutfalli má ætla að um 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í heilbrigðiskerfinu. Til samanburðar má geta að Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri hafa síðustu fimm ár að jafnaði útskrifað samtals 127 hjúkrunarfræðinga árlega. Í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að að um fimmtungur starfandi hjúkrunarfræðinga öðlast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Loks bendi margt til þess að álag í heilbrigðisþjónustu aukist á komandi árum, m.a. vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að móta stefnu um mönnun hjúkrunarfræðinga til að tryggja gæði þjónustunnar. Sömuleiðis hvetur stofnunin ráðuneytið til að vinna markvisst að því að gera íslenskar heilbrigðisstofnanir samkeppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga. Í því sambandi er vakin athygli á því að um 10% menntaðra hjúkrunarfræðinga á starfsaldri vinnur ekki við hjúkrun og um 9% þeirra eru búsettir erlendis. Einnig hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði og að endurskoða flokkun hjúkrunarfræðináms í reiknilíkani háskólanna, sérstaklega með tilliti til þess hve veigamikill klínískur (verklegur) hluti námsins er. Loks hvetur Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis til að auka eftirlit með mönnun hjúkrunarfræðinga og kanna hvort hún sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar. Jafnframt telur stofnunin mikilvægt að hugað sé að kostum þess að setja viðurkennd viðmið um lágmarksmönnun hjúkrunarfæðinga. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Mikilvægt er að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun um mönnum, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þar er bent á að í lok árs 2016 hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð innan íslensks heilbrigðiskerfis. Að auki sé talið að fjölga þurfi stöðugildum um 180. Þar sem hjúkrunarfræðingar eru almennt í um 70% starfshlutfalli má ætla að um 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í heilbrigðiskerfinu. Til samanburðar má geta að Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri hafa síðustu fimm ár að jafnaði útskrifað samtals 127 hjúkrunarfræðinga árlega. Í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að að um fimmtungur starfandi hjúkrunarfræðinga öðlast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Loks bendi margt til þess að álag í heilbrigðisþjónustu aukist á komandi árum, m.a. vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að móta stefnu um mönnun hjúkrunarfræðinga til að tryggja gæði þjónustunnar. Sömuleiðis hvetur stofnunin ráðuneytið til að vinna markvisst að því að gera íslenskar heilbrigðisstofnanir samkeppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga. Í því sambandi er vakin athygli á því að um 10% menntaðra hjúkrunarfræðinga á starfsaldri vinnur ekki við hjúkrun og um 9% þeirra eru búsettir erlendis. Einnig hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði og að endurskoða flokkun hjúkrunarfræðináms í reiknilíkani háskólanna, sérstaklega með tilliti til þess hve veigamikill klínískur (verklegur) hluti námsins er. Loks hvetur Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis til að auka eftirlit með mönnun hjúkrunarfræðinga og kanna hvort hún sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar. Jafnframt telur stofnunin mikilvægt að hugað sé að kostum þess að setja viðurkennd viðmið um lágmarksmönnun hjúkrunarfæðinga.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira