Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2017 18:30 Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53