Skiptir þessi háskóli máli? Baldur Helgi Þorkelsson skrifar 3. október 2017 09:00 Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun