Fauk í Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 21:00 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, reiddist norskum blaðamanni í kvöld á blaðamannafundi norska fótboltalandsliðsins en framundan eru síðustu leikir norska landsliðsins í undankeppni HM 2018. Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast á HM í Rússlandi en síðustu leikir liðsins eru á móti San Marinó og Norður-Írlandi. Fyrri leikurinn er á móti San Marinó, liðinu sem er stigalaust á botni riðilsins með markatöluna 2-38. Norska dagblaðið sagði frá uppákomu í kvöld. Einn norsku blaðamannanna ætlaði að vera fyndinn og spurði Lars Lagerbäck þessarar spurningar: „Nú hefur þú verið þjálfari landsliða næstum því frá síðustu Ísöld. Er nokkur hætta á því að tapa þessum leik? Getum við talað hreint út og sagt að þetta sé í raun bara frí fyrir leikmenn?,“ spurði blaðamaðurinn. Það fauk í Lars Lagerbäck sem snéri sér við í stólnum og svaraði grimmur: „Heldur þú virkilega að ég muni svara þessari spurningu? Heldur þú að ég komi hingað og líti á þetta sem einhverskonar frí? Ertu að spyrja í alvöru?,“ spurði Lagerbäck. Blaðamaðurinn dró í land og sagðist hafa meira vera að spyrja í gamni en alvöru. Lagerbäck varð fljótt rólegri en talaði um að það væri alltaf hætta á því að tapa leikjum. „Ég yrði samt mjög hissa ef við vinnum ekki þennan leik,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur vann fyrri leik liðanna 4-1 á heimavelli en þessi leikur fer fram í San Marinó. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, reiddist norskum blaðamanni í kvöld á blaðamannafundi norska fótboltalandsliðsins en framundan eru síðustu leikir norska landsliðsins í undankeppni HM 2018. Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast á HM í Rússlandi en síðustu leikir liðsins eru á móti San Marinó og Norður-Írlandi. Fyrri leikurinn er á móti San Marinó, liðinu sem er stigalaust á botni riðilsins með markatöluna 2-38. Norska dagblaðið sagði frá uppákomu í kvöld. Einn norsku blaðamannanna ætlaði að vera fyndinn og spurði Lars Lagerbäck þessarar spurningar: „Nú hefur þú verið þjálfari landsliða næstum því frá síðustu Ísöld. Er nokkur hætta á því að tapa þessum leik? Getum við talað hreint út og sagt að þetta sé í raun bara frí fyrir leikmenn?,“ spurði blaðamaðurinn. Það fauk í Lars Lagerbäck sem snéri sér við í stólnum og svaraði grimmur: „Heldur þú virkilega að ég muni svara þessari spurningu? Heldur þú að ég komi hingað og líti á þetta sem einhverskonar frí? Ertu að spyrja í alvöru?,“ spurði Lagerbäck. Blaðamaðurinn dró í land og sagðist hafa meira vera að spyrja í gamni en alvöru. Lagerbäck varð fljótt rólegri en talaði um að það væri alltaf hætta á því að tapa leikjum. „Ég yrði samt mjög hissa ef við vinnum ekki þennan leik,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur vann fyrri leik liðanna 4-1 á heimavelli en þessi leikur fer fram í San Marinó.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira