Tala um möguleika á því að Barcelona spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2017 08:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi lýsi Katalónía yfir sjálfstæði frá Spáni eins og samþykkt var í kosningum í Katalóníu um helgina. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, ræddi stöðuna við blaðamenn í gærkvöldi en svo gæti farið að stórlið Barcelona þyrfti að leita sér að nýrri deild til að spila í framtíðinni fari allt á versta veg í samskiptum Katalóníu og spænska ríkisins. Sky Sports sagði frá. Barcelona vann 3-0 sigur á Las Palmas um helgina sem var spilaður á tómum velli eftir að spænska knattspyrnusambandið neitaði Barcelona um að fresta leiknum vegna ástandsins í Barcelona í kringum kosningarnar. „Ef að Katalónía verður sjálfstætt ríki þá þurfa liðin héðan að ákveða í hvaða deild þau muni spila,“ sagði Josep Maria Bartomeu eftir stjórnarfund Barcelona í kvöld og hann bætti svo við. „Við erum að fara í gegnum erfiðan og flókna tíma núna en með virðingu fyrir því sem gæti gerst í framtíðinni þá ætlum við að ræða þetta af yfirvegum og af visku,“ sagði Bartomeu. Gerard Figueras, íþróttastjóri Katalóníu, talaði um það á dögunum að Barcelona gæti mögulega spilað í deild í öðru landi verði Katalónía sjálfstæð. Barcelona er eitt besta lið Evrópu og á hvergi heima nema í einni af bestu deildunum. Það koma því ekki margar til greina. „Ef Katalónía verður sjálfstæð þá þurfa katalónsku liðin í spænsku deildinni, Barcelona, Espanyol og Girona, að ákveða hvar þau vilji spila. Hvort það verði í spænsku deildinni eða í nágrannaríkjum eins og Ítalíu, Frakklandi eða í ensku úrvalsdeildinni?,“ sagði Gerard Figueras. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi lýsi Katalónía yfir sjálfstæði frá Spáni eins og samþykkt var í kosningum í Katalóníu um helgina. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, ræddi stöðuna við blaðamenn í gærkvöldi en svo gæti farið að stórlið Barcelona þyrfti að leita sér að nýrri deild til að spila í framtíðinni fari allt á versta veg í samskiptum Katalóníu og spænska ríkisins. Sky Sports sagði frá. Barcelona vann 3-0 sigur á Las Palmas um helgina sem var spilaður á tómum velli eftir að spænska knattspyrnusambandið neitaði Barcelona um að fresta leiknum vegna ástandsins í Barcelona í kringum kosningarnar. „Ef að Katalónía verður sjálfstætt ríki þá þurfa liðin héðan að ákveða í hvaða deild þau muni spila,“ sagði Josep Maria Bartomeu eftir stjórnarfund Barcelona í kvöld og hann bætti svo við. „Við erum að fara í gegnum erfiðan og flókna tíma núna en með virðingu fyrir því sem gæti gerst í framtíðinni þá ætlum við að ræða þetta af yfirvegum og af visku,“ sagði Bartomeu. Gerard Figueras, íþróttastjóri Katalóníu, talaði um það á dögunum að Barcelona gæti mögulega spilað í deild í öðru landi verði Katalónía sjálfstæð. Barcelona er eitt besta lið Evrópu og á hvergi heima nema í einni af bestu deildunum. Það koma því ekki margar til greina. „Ef Katalónía verður sjálfstæð þá þurfa katalónsku liðin í spænsku deildinni, Barcelona, Espanyol og Girona, að ákveða hvar þau vilji spila. Hvort það verði í spænsku deildinni eða í nágrannaríkjum eins og Ítalíu, Frakklandi eða í ensku úrvalsdeildinni?,“ sagði Gerard Figueras.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira