10 bestu vélarnar Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2017 18:12 Vélin í Infinity Q50 er 400 hestöfl. Í hvaða nýjum bílum skildu 10 bestu vélar heims vera? Til að finna það út leggur bandaríski bílavefurinn WardsAuto.com á sig mikla vinnu á hverju ári og birtir í kjölfarið lista yfir þær 10 bestu að þeirra mati. WardsAuto.com hefur gefið út þennan lista frá árinu 1995, eða í 22 ár. Þær vélar sem koma til greina á hverju ári þurfa annaðhvort að vera glænýjar vélar eða að á þeim hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar. Lagt er mat á afl þeirra, tog, eyðslu, tækni sem notuð er, hversu mikið og fagurt hljóð þær láta frá sér og þær bornar saman við vélar annarra framleiðenda með svipað sprengirými. Þetta er fyrsta árið sem engin af 10 bestum vélum ársins er V8 vél og segja má að 6 strokka vélar hafi leyst þær fagmannlega af hólmi. Af þessum 10 vélum er notast við forþjöppur í 7 þeirra og eiga þær greinilega stóran þátt í aflaukningu og minni eyðslu þeirra. Bílarnir sem vélar þessar eru í þetta árið eru eftirfarandi: BMW M240i – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með forþjöppu (335 hö.) Chevrolet Volt – 1,5 lítra bensínvél sem hleður rafmagni á rafmótora bílsins (149 hö.) Chrysler Pacifica Hybrid – 3,6 lítra og 6 strokka Pentastar V6 bensínvél (260 hö.) Ford Focus RS – 2,3 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (350 hö.) Honda Accord Hybrid – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél (212 hö.) Hyundai Elantra Eco – 1,4 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (128 hö.) Infinity Q50 – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með 2 forþjöppum (400 hö.) Mazda CX-9 – 2,5 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (250 hö.) Mercedes Benz C300 – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (241 hö.) Volvo V60 Polestar – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu og keflablásara (362 hö.) Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent
Í hvaða nýjum bílum skildu 10 bestu vélar heims vera? Til að finna það út leggur bandaríski bílavefurinn WardsAuto.com á sig mikla vinnu á hverju ári og birtir í kjölfarið lista yfir þær 10 bestu að þeirra mati. WardsAuto.com hefur gefið út þennan lista frá árinu 1995, eða í 22 ár. Þær vélar sem koma til greina á hverju ári þurfa annaðhvort að vera glænýjar vélar eða að á þeim hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar. Lagt er mat á afl þeirra, tog, eyðslu, tækni sem notuð er, hversu mikið og fagurt hljóð þær láta frá sér og þær bornar saman við vélar annarra framleiðenda með svipað sprengirými. Þetta er fyrsta árið sem engin af 10 bestum vélum ársins er V8 vél og segja má að 6 strokka vélar hafi leyst þær fagmannlega af hólmi. Af þessum 10 vélum er notast við forþjöppur í 7 þeirra og eiga þær greinilega stóran þátt í aflaukningu og minni eyðslu þeirra. Bílarnir sem vélar þessar eru í þetta árið eru eftirfarandi: BMW M240i – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með forþjöppu (335 hö.) Chevrolet Volt – 1,5 lítra bensínvél sem hleður rafmagni á rafmótora bílsins (149 hö.) Chrysler Pacifica Hybrid – 3,6 lítra og 6 strokka Pentastar V6 bensínvél (260 hö.) Ford Focus RS – 2,3 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (350 hö.) Honda Accord Hybrid – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél (212 hö.) Hyundai Elantra Eco – 1,4 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (128 hö.) Infinity Q50 – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með 2 forþjöppum (400 hö.) Mazda CX-9 – 2,5 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (250 hö.) Mercedes Benz C300 – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (241 hö.) Volvo V60 Polestar – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu og keflablásara (362 hö.)
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent