Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 23:34 Nick Ayers (t.v.) með Kellyanne Conway (f.m.) í Trump-turninum í desember. Vísir/AFP Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn. Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn.
Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira