Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 10:30 „Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
„Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00