Tólf bílar komnir í úrslit í vali á bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 13:00 Renault Talisman hlaut Stálstýrið í fyrra. Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent