707 hestafla Chrysler 300 Hellcat á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 14:00 Chrysler 300 Hellcat við prufanir. Dodge Charger og Challenger voru fyrstu bílar Fiat Chrysler bílasamsteypunnar sem fengu hina gríðaröfugu 707 hestafla Hellcat vél. Jeep Grand Cherokee Trackhawk fylgdi svo í kjölfarið og nú hefur verið upplýst að fjórði bíllinn bætist við, þ.e. Chrysler 300 Hellcat. Ekki verður langt að bíða þess bíls, en hann á að koma á markað strax á næsta ári. Chrysler 300 verður svo kynntur af nýrri kynslóð árið 2019 og þá mun bíllinn léttast mikið milli kynslóða, breytast talsvert í útliti og ef til vill fá fjögurra strokka vél sem valkost. Chrysler 300 hefur verið á sama undirvagni allar götur frá árinu 2004 og hefur aðeins fengið eina andlitslyftingu frá þeim tíma. Chrysler ætlar að koma fram með nýja kynslóð Pacifica fjölnotabílsins árið 2020 og kynna nýjan millistærðar jeppa sem fær sama undirvagn og Jeep Cherokee sama ár. Chrysler Aspen kemur enduhannaður árið 2021 og þá með pláss fyrir þrjár sætaraðir og svo er meiningin að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl, sem byggir á tilraunabílnum Portal, árið 2021. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður
Dodge Charger og Challenger voru fyrstu bílar Fiat Chrysler bílasamsteypunnar sem fengu hina gríðaröfugu 707 hestafla Hellcat vél. Jeep Grand Cherokee Trackhawk fylgdi svo í kjölfarið og nú hefur verið upplýst að fjórði bíllinn bætist við, þ.e. Chrysler 300 Hellcat. Ekki verður langt að bíða þess bíls, en hann á að koma á markað strax á næsta ári. Chrysler 300 verður svo kynntur af nýrri kynslóð árið 2019 og þá mun bíllinn léttast mikið milli kynslóða, breytast talsvert í útliti og ef til vill fá fjögurra strokka vél sem valkost. Chrysler 300 hefur verið á sama undirvagni allar götur frá árinu 2004 og hefur aðeins fengið eina andlitslyftingu frá þeim tíma. Chrysler ætlar að koma fram með nýja kynslóð Pacifica fjölnotabílsins árið 2020 og kynna nýjan millistærðar jeppa sem fær sama undirvagn og Jeep Cherokee sama ár. Chrysler Aspen kemur enduhannaður árið 2021 og þá með pláss fyrir þrjár sætaraðir og svo er meiningin að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl, sem byggir á tilraunabílnum Portal, árið 2021.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður