Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 19:45 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segist eiga heima í skoska boltanum en hann vonast til að endurheima sæti sitt í byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á móti Tyrklandi. Kári Árnason missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik liðsins í undankeppni HM 2018 en næsta verkefni er leikur á móti Tyrklandi á föstudagskvöldið. Hann var búinn að spila 27 mótsleiki í röð við hlið Ragnars Sigurðssonar áður en Sverrir Ingi Ingason hirti af honum sætið eftir tapið á móti Finnlandi. „Það var svolítið erfitt að taka þessu. Ég gaf allt í þennan leik á móti Finnum og skildi þar ekkert eftir á vellinum. Ég var kannski ekki í besta leikforminu þannig að ég skildi ákvörðunina. Heimir ákveður hver spilar en auðvitað er ég klár og til í að spila. Ég virði ákvörðun hans hver sem hún verður,“ segir Kári. „Svona er þessi heimur. Þetta gerist og maður verður að vera tilbúinn að taka svona hlutum. Þetta er ekki persónulegt og ég tek því ekki þannig.“ Kári gekk í raðir Aberdeen í Skotlandi í sumar þar sem hann spilaði áður á ferlinum. Hlutirnir gengu ekki vel til að byrja með en hann hefur verið að spila stórvel í síðustu leikjum og farinn að finna sig aftur í skoska boltanum sem hentar harðjaxlinum mjög vel. „Ég er búinn að vera í Svíþjóð og svo á Kýpur þannig að það voru viðbrigði að koma aftur í breska kraftaboltann. Það tók mig smá tíma að fóta mig aftur í þessu og að muna hvernig maður spilar þarna. Þetta er samt miklu skemmtilegra og ég á heima þarna miklu frekar en á Kýpur,“ segir Kári Árnason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segist eiga heima í skoska boltanum en hann vonast til að endurheima sæti sitt í byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á móti Tyrklandi. Kári Árnason missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik liðsins í undankeppni HM 2018 en næsta verkefni er leikur á móti Tyrklandi á föstudagskvöldið. Hann var búinn að spila 27 mótsleiki í röð við hlið Ragnars Sigurðssonar áður en Sverrir Ingi Ingason hirti af honum sætið eftir tapið á móti Finnlandi. „Það var svolítið erfitt að taka þessu. Ég gaf allt í þennan leik á móti Finnum og skildi þar ekkert eftir á vellinum. Ég var kannski ekki í besta leikforminu þannig að ég skildi ákvörðunina. Heimir ákveður hver spilar en auðvitað er ég klár og til í að spila. Ég virði ákvörðun hans hver sem hún verður,“ segir Kári. „Svona er þessi heimur. Þetta gerist og maður verður að vera tilbúinn að taka svona hlutum. Þetta er ekki persónulegt og ég tek því ekki þannig.“ Kári gekk í raðir Aberdeen í Skotlandi í sumar þar sem hann spilaði áður á ferlinum. Hlutirnir gengu ekki vel til að byrja með en hann hefur verið að spila stórvel í síðustu leikjum og farinn að finna sig aftur í skoska boltanum sem hentar harðjaxlinum mjög vel. „Ég er búinn að vera í Svíþjóð og svo á Kýpur þannig að það voru viðbrigði að koma aftur í breska kraftaboltann. Það tók mig smá tíma að fóta mig aftur í þessu og að muna hvernig maður spilar þarna. Þetta er samt miklu skemmtilegra og ég á heima þarna miklu frekar en á Kýpur,“ segir Kári Árnason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30