Renault-Nissan stærsti bílaframleiðandi heims á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 15:15 Bílasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi er nú orðin sú stærsta í heimi hvað fjölda framleiddra bíla varðar. Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims í ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims í ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent