Jeep selst 17 sinnum betur en Chevrolet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 15:00 Jeep Cherokee. Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður