Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 19:59 Tillerson (t.v.) er meðal annars sagður hafa verið brjálaður út í Trump vegna furðulegrar ræðu sem hann hélt á stóru skátamóti í sumar. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20