Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 5. október 2017 06:00 „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
„Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira