Fótbolti

Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Aron Einar Gunnarsson er betri af meiðslunum.
Aron Einar Gunnarsson er betri af meiðslunum. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er bjartsýnni en fyrr í vikunni á að byrja leikinn á móti Tyrklandi í Eskisehir annað kvöld en þetta er næst síðasti leikur liðanna í undankeppni HM 2018.

Aron kom til móts við landsliðið með rifu í rassvöðva og það kom bakslag í meiðslin í byrjun vikunnar. Útlitið var því ekki gott með fyrirliðann sem er auðvitað algjör lykilmaður í íslenska liðinu.

Íþróttadeild ræddi við Aron og Heimi fyrir blaðamannafund íslenska liðsins sem hófst klukkan átta að íslenskum tíma og þar sagði fyrirliðinn að hann væri betri og bara jákvæður fyrir því að spila á morgun.

Það mun koma í ljós á æfingunni í dag hvort Aron Einar geti beitt sér að fullu en hann hefur sjálfur sagt að hann mun ekki taka neinar áhættur með þessi meiðsli.

Emil Hallfreðsson er einnig í leikbanni og því má íslenska liðið illa við því að missa Aron út meiddan.


Tengdar fréttir

Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir mikil gæði hjá Íslandi og það sýni sig með því að liðið er enn þá að gera góða hluti eftir að liðið komst á EM 2016. Honum fannst skrítið að spila ekki með Kára Árnasyni á móti Úkraínu í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×