Líkleg byrjunarlið á morgun: Kári gæti snúið aftur og Tyrkir í 4-4-2 Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 14:00 Íslenska liðið sem byrjaði síðasta leik. Vísir/Eyþór Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti