Heimsmeistararnir komnir til Rússlands | Öll úrslit dagsins í undankeppni HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 20:30 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Heimsmeistarar Þýskalands tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með 0-3 sigri á N-Írlandi í Belfast í C-riðli. Sebastian Rudy, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu mörk Þjóðverja sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni með markatölunni 38-3. Strákarnir hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu rústuðu San Marinó, 0-8, á útivelli. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru í 4. sæti C-riðils. Í þriðja og síðasta leik C-riðils bar Tékkland sigurorð af Aserbaídsjan, 1-2.Christian Eriksen tryggði Dönum gríðarlega mikilvægan sigur á Svartfellingum í E-riðli. Tottenham-maðurinn skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Eriksen hefur nú skorað í fimm landsleikjum í röð. Danir eru núna með þriggja stiga forystu á Svartfellinga í 2. sæti riðilsins. Danmörk er auk þess með betri markatölu en Svartfjallaland. Í sama riðli rúllaði Pólland yfir Armeníu, 1-6, og Rúmenía vann Kasakstan, 3-1. Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir Pólverja og er því kominn með 15 mörk í undankeppninni. Pólland er í 1. sæti E-riðils og dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi í lokaumferðinni til að komast á HM.England er komið á HM eftir 1-0 heimasigur á Slóveníu í F-riðli. Harry Kane skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Skotar eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig eftir 1-0 sigur á Slóvökum á Hampden Park. Þá gerðu Malta og Litháen 1-1 jafntefli.C-riðill:N-Írland 1-3 Þýskaland 0-1 Sebastian Rudy (2.), 0-2 Sandro Wagner (21.), 0-3 Joshua Kimmich (86.), 1-3 Josh Magennis (90+3.).San Marinó 0-8 Noregur 0-1 Davide Simoncini, sjálfsmark (8.), 0-2 Joshua King, víti (14.), 0-3 King (17.), 0-4 Mohamed Elyounoussi (40.), 0-5 Elyounoussi (48.), 0-6 Ole Selnaes (59.), 0-7 Elyounoussi (69.), 0-8 Martin Linnes (87.).Aserbaídsjan 1-2 Tékkland 0-1 Jan Kopic (35.), 1-1 Afran Izmailov, víti (55.), 1-2 Antonin Barak (66.).E-riðill:Svartfjallaland 0-1 Danmörk 0-1 Christian Eriksen (16.).Armenía 1-6 Pólland 0-1 Kamil Grosicki (2.), 0-2 Robert Lewandowski (18.), 0-3 Lewandowski (25.), 1-3 Hovhannes Hambardzumyan (39.), 1-4 Jakub Blaszczykowski (58.), 1-5 Lewandowski (64.), 1-6 Rafal Wolski (89.).Rúmenía 3-1 Kasakstan 1-0 Constantin Budescu (33.), 2-0 Budescu, víti (38.), 3-0 Claudiu Keseru (73.), 3-1 Baurzhan Turysbek (82.).F-riðill:England 1-0 Slóvenía 1-0 Harry Kane (90+4.).Skotland 1-0 Slóvakía 1-0 Chris Martin (89.).Rautt spjald: Robert Mak, Slóvakía (23.).Malta 1-1 Litháen 1-0 Andrei Agius (23.), 1-1 Vykintas Slivka (53.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira