Fótbolti

Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Mircea Lucescu verður ekki á hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann er í leikbanni.
Mircea Lucescu verður ekki á hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann er í leikbanni. vísir/getty
Mircea Lucescu, þjálfari tyrkneska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn fyrir leikinn á móti Íslandi sem fram fer í Eskisehir annað kvöld. Bæði lið þurfa á sigri að halda í baráttunni um farseðilinn á HM.

Rúmeninn aldni er mikill fótboltahugsuður og hefur dvalið í mánuð hjá tyrkneska sambandinu þar sem hann hefur verið að undirbúa leikinn.

„Það er erfitt að breyta miklu á skömmum tíma en það er hægt að sjá fyrir sér leikskipulagið og einstaklingsgæðin í okkar liði. Það sem ég stefni alltaf að er að spila eins vel og við getum en ekki hugsa of mikið um mótherjann,“ sagði Lucescu á blaðamannafundi í Eskisehir í dag.

„Ég er búinn að búa nánast inn á tyrkneska sambandinu í heilan mánuð til að greina mitt lið og mótherjann. Ég hef mikla trú á sigri og við viljum sýna að við erum betri en Ísland,“ sagði Mircea Lucescu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×