Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2017 20:00 Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira