Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30