Fótbolti

Kolo Toure kominn í þjálfarateymi Fílabeinsstrandarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure. vísir/getty
Hinn afar vinsæli Kolo Toure er kominn með nýja vinnu.

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar hefur ráðið Toure í þjálfarateymi landsliðsins þar sem hann verður aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Marc Wilmots.

Hann mun einnig verða aðstoðarþjálfari U-23 ára liðs þjóðarinnar sem mun taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna.

Toure er orðinn 36 ára gamall og varð skoskur meistari með Celtic á síðustu leiktíð. Nú er hann tæknilegur ráðgjafi hjá Celtic og mun halda þeirri vinnu áfram samhliða vinnu sinni fyrir Fílabeinsströndina.

Toure spilaði á sínum tíma með Arsenal, Liverpool og Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×