Aron Einar: Alveg sama þó hann skori ekki, hann er töffari Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira