Bandaríkin á leið niður „dimman veg“ undir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 10:41 Biden var varafoseti og náinn vinur Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Vísir/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Donald Trump Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.
Donald Trump Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira