Bandaríkin á leið niður „dimman veg“ undir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 10:41 Biden var varafoseti og náinn vinur Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Vísir/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.
Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira