Trump hindrar aðgengi að getnaðarvörnum Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 12:15 Nú geta atvinnurekendur neitað að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna sinna ef þeir segja það stríða gegn trúarskoðunum sínum eða siðvitund. Vísir/getty Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna. Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna.
Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent