Fótbolti

Lagerback: Tölfræðin skiptir engu máli

Dagur Lárusson skrifar
Lars Lagerback á hliðarlínunni,
Lars Lagerback á hliðarlínunni, Vísir/getty
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að hann taki ekki mark á þeirri tölfræði um hann sem hefur verið á sveimi fyrir leik Noregs gegn N-Írlandi sem fer fram á sunnudaginn.

Lars Lagerback hefur aldrei tapað fyrir Englandi í sjö viðureignum og var síðasti leikur hans gegn Englandi á EM sem flestir muna eftir. Lagerback segir þó að þessi tölfræði komi leiknum á sunnudaginn ekkert við.

„Það mikill munur á milli þessara liða. Í fyrsta lagi þá er þetta allt annað land og í öðru lagi spila þau öðruvísi.“

„Við höfum ekki yfirhöndina fyrir leik vegna þessarar tölfræði. Ástæðan fyrir því að mér hefur gengið svona vel gegn Englandi er sú að leikmennirnir mínir hafa þekkt leikmenn Englands mjög vel.“

„Í þessum leikjum þá kom það sér vel að þekkja leikmennina vel, en leikurinn á sunnudaginn verður allt öðruvísi.“

Noregur á ekki möguleika á að komast á HM en þeir geta hinsvegar komið í veg fyrir að N-Írland tryggi sér sæti í umspili.


Tengdar fréttir

Fauk í Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í kvöld

Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, reiddist norskum blaðamanni í kvöld á blaðamannafundi norska fótboltalandsliðsins en framundan eru síðustu leikir norska landsliðsins í undankeppni HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×