Fótbolti

Svíar skoruðu átta gegn Lúxemborg

Marcus Berg skoraði fjögur mörk í dag.
Marcus Berg skoraði fjögur mörk í dag. vísir/getty
Mörkunum rigndi í þeim fjórum leikjum sem búnir eru í dag í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Svíþjóð skoraði átta mörk og Belgía marði sigur í sjö marka leik.

Svíþjóð var í stuði á heimavelli gegn Lúxemborg, en Marcus gerði fjögur mörk í 8-0 sigri Svía. Svíarnir eru á toppi riðilsins með 19 stig, en Frakkar geta skotist upp fyrir þá með sigri gegn Búlgariu í kvöld.

Gunnar Nielsen og Jónas Þór Næs héldu hreinu me Færeyjum gegn Lettlandi í Færeyjum, en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Færeyjar eru með níu stig eftir níu leiki. Kaj Leo í Bartalsstovu spilaði síðustu þrjár mínúturnar.

Belgía vann svo ótrúlegan sigur gegn Bosníu-Hersegóvínu, 4-3, á útivelli, en Belgarnir hafa ekki tapað leik í H-riðli. Þeir eru með 25 stig á toppi riðilsins, en Bosnía er í öðru sætinu.

Eistland vann svo stórsigur á Gíbraltar, 6-0, en Eistland er með ellefu stig í riðlinum á meðan Gíbraltar eru með 0 stig og markatöluna 3-43, semsagt 40 mörk í mínus.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

A-riðill:

Svíþjóð - Lúxemborg 8-0

1-0 Andreas Granqivst - víti (10.), 2-0 Marcus Berg (18.), 3-0 Marcus Berg (37.), 4-0 Marcus Berg (54.), 5-0 Mikael Lustig (60.), 6-0 Andreas Granqvist - víti (67.), 7-0 Marcus Berg (71.), 8-0 Ola Toivonen (76.).

B-riðill:

Færeyjar - Lettland 0-0

H-riðill:

Bosnía-Herségóvina - Belgía 3-4

0-1 Thomas Meunier (4.), 1-1 Haris Medunjanin (30.), 2-1 Edin Visca (39.), 2-2 Michy Batshuayi (59.), 2-3 Jan Vertonghen (68.), 3-3 Dario Dumic (82.), 3-4 Yannick Ferreira-Carrasco (83.).

Gíbraltar - Eistland 0-6

0-1 Siim Luts (10.), 0-2 Mattias Kaeit (30.), 0-3 Sergei Zenjov (38.), 0-4 Joonas Tamm (52.), 0-5 Joonas Tamm (66.), 0-6 Joonas Tamm (77.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×