Fótbolti

Salah skaut Egyptum á HM í fyrsta sinn síðan 1990

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah var hetja Egypta.
Mohamed Salah var hetja Egypta. vísir/getty
Egyptaland varð í dag fimmtánda liðið til að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi.

Egyptar unnu þá 2-1 sigur á Kongó í E-riðli Afríkuhluta undankeppni HM.

Mohamed Salah skoraði bæði mörk Egypta, það síðara úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Egyptaland er því komið á HM þótt einni umferð í riðlinum sé ólokið.

Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Egyptaland kemst á HM. Egyptar voru með á öðru heimsmeistaramótinu 1934 en þurftu svo að bíða í 56 ár eftir því að komast aftur á HM (1990).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×