Konan á læknastofunni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2017 07:00 „Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun
„Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun