Fótbolti

Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir hafa oft haft ástæðu til að fagna á Laugardalsvellinum á undanförnum árum.
Íslensku strákarnir hafa oft haft ástæðu til að fagna á Laugardalsvellinum á undanförnum árum. vísir/eyþór
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. Ísland laut þá í lægra haldi fyrir Slóv­eníu, 2-4, í undankeppni HM 2014.

Síðan þá hefur Ísland leikið 15 leiki á Laugardalsvelli; unnið 12 og gert þrjú jafntefli. Tólf af þessum 15 leikjum hafa verið í undankeppni HM og EM. Níu þeirra hafa unnist og þrír endað með jafntefli.

Varnarleikur Íslands í þessum 15 heimaleikjum hefur verið framúrskarandi. Íslenska liðið hefur haldið 11 sinnum hreinu í þessum 15 leikjum og aðeins fengið á sig sex mörk. Markatalan er 27-6.

Ísland hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 með markatölunni 8-2.


Tengdar fréttir

Enginn í leikbanni á morgun

Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.

Hefðum alltaf tekið þessa stöðu

Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×