Versta martröð Shaka Hislop gæti orðið að veruleika komist Ísland á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2017 10:30 Shaka Hislop vill halda metinu "sínu“. Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00
Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00
Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30