Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark leiksins undir lok fyrri hálfleik, en staðan var 1-0 í hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo í síðari hálfleik eftir undirbúning Gylfa.
Þetta er algjörlega magnaður árangur hjá strákunum sem eru því búnir að tryggja sig inn á tvö stórmót í röð; EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018.
Twitter var auðvitað fjörugur vettvangur eftir leik enda eitt stærsta íþróttaafrek Íslands frá upphafi.
Hér að neðan má sjá það helsta af Twitter.
Gylfi er besti leikmaður í heiminum.
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) October 9, 2017
Þarf að ræða þennan forseta okkar eitthvað#ISLKOS #fotboltinet #ruv pic.twitter.com/YX4fHdcmjH
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) October 9, 2017
Ekki búa til börn í kvöld strákar - þá komist þið ekki til Rússlands. #aframisland
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 9, 2017
Er einhver sem saknar Lars ennþá?
— Helgi Ólafsson (@helgiolafs) October 9, 2017
Það er bara einn kóngur og hann er frá Eyjum, ekki Svíþjóð!#ISLKOS
Ég ætla kaupa mér hjól og hjóla frá DK til Rússlands!! Legg af stað í næstuviku! #fotboltinet #IslKos #HUH #fyrirÍsland
— Kristín Lovísa (@Lobbsterinn) October 9, 2017
Premier Leauge gæðin að koma okkur á HM. Ég er orðlaus í fyrsta skiptið á ævinni.
— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) October 9, 2017
Pældí að fara á HM
— Böðvar Böðvarsson (@Boddi95) October 9, 2017
Ég Íslandsmeistari, KH upp í þriðju deild og Ísland á HM. Ég er að spá í að flúra ártalið 2017 á ennið á mér og verða aldrei edrú aftur.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 9, 2017
Gaman að sjá okkar menn geisla af sjálfstrausti. Allt sem er fallegt virkar auðvelt. Gylfi að spila eins og Zidane. Þvílík fegurð. #ISLKOS
— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) October 9, 2017
Fannst einu sinni merkilegt að tannlæknirinn minn væri þjálfari ÍBV. Núna er hann að koma Íslandi á HM...
— Tanja (@tanjatomm) October 9, 2017
Frá og með morgundeginum ætla ég að byrja að spara fyrir Rússlandsferð. Mæli með a.m.k. 20% Íslendinga geri það líka #ISLKOS pic.twitter.com/Xb5nzGAE6u
— Óttar Birgisson (@ottarb) October 9, 2017
Allir: "Lars er hættur. Er þett'ekki bara búið?"
— Helgi V. Daníelsson (@HelgiDanielsson) October 9, 2017
Heimir: "Hold my beer"#RoadtoRussia #islkos #fotboltinet
Hélt ég myndi aldrei lifa þennan dag. Ísland á HM í fótbolta. Í raun ekki hægt að útskýra hve mikið afrek þetta er. Þjóðhetjur. #ISLKOS
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) October 9, 2017
Ísland er bara í alvöru komið inná HM á undan Messi og félögum í Argentínu. Það er alveg eðlilegt.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) October 9, 2017
Þessi afrek knattspyrnulandsliðsins er stærsta íþróttaafrek Íslands frá upphafi!
— Snorri Örn (@snorriorn) October 9, 2017
Twitter banter aside, þetta afrek landsliðsins er ómælanlegt. Ótrúlegt. Á ekki að vera hægt. Eignumst líklega aldrei aftur svona lið.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) October 9, 2017
Þegar ég var strákur voru það langsóttir draumórar að við kæmumst í úrslit HM á minni ævi. Hvað þá án umspils. Þvílíkt lið! #ISLKOS
— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) October 9, 2017
To Russia With Love #aframisland
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 9, 2017
Cogratulstions to Iceland, you are the real deal. #WorldCup2018 #Iceland
— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 9, 2017