Birkir Már: Fjarlægur draumur að vera með á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:13 Birkir Már Sævarsson í upphitun í kvöld vísir/ernir „Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
„Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09
Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46