Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:39 Hörður Björgvin hefur verið magnaður í síðustu leikjum vísir/anton „Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Maður man þegar maður var yngri að það var ekki beint slegist um miða á landsleiki. Nú eru miðar seldir á svörtum markaði og það er fáránlegt að vera með í þessu ævintýri,“ bætti Hörður við. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu í sumar, skoraði sigurmarkið og hefur haldið sætinu síðan þá. „Þegar ég fékk tækifærið reyndi ég að nýta það og persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel. Það er frábært að fá að spila fyrir þessa þjóð og með þessa stuðningsmenn á bakvið sig er þetta ómetanlegt.“ Hörður sagði það hafa gert gæfumuninn að ná inn marki í leiknum í kvöld fyrir leikhlé. „Það var gott að skora markið og það létti á okkur. Þá vildum við keyra á þá og setja annað. Ég hrósa Kosóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku.“ Mál Harðar sjálfs eru í svolítilli óvissu en hann hefur lítið fengið að spila hjá Bristol City og var næstum farinn til Rostov í Rússlandi á láni í lok síðasta félagaskiptaglugga. „Ég var næstum farin þangað. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. Ég er samningsbundinn Bristol og ég mun klára það verkefni eins vel og ég get.“ „Þetta er vinnan mín og ef ég fæ ekki að sinna henni með því að spila þá er maður vonsvikinn. Þeir skilja það vel og reyni að sýna ekki pirringinn. Ég held mínu striki og bíð eftir tækifærinu. Ef það kemur ekki þá sjáum við til í næsta glugga.“ Hörður sagði það gera mjög mikið að fá leikina með landsliðinu. „Það léttir að hafa landsliðið og ég finn það andlega. Ég fæ ekkert að spila þó ég spili vel með landsliðinu. Bristol gengur vel og vonandi heldur það áfram. Það koma meiðsli og bönn og þá verður maður að nýta tækifærið.“ Framundan er hátíð á Ingólfstorgi sem Hörður var afar spenntur fyrir. Hverju býst hann við? „Bara partýi. Ég vona að allir komi og fagni með okkur. Það væri gaman að sjá allt fólkið og mig langar að upplifa stemmninguna og ég vil þakka fyrir stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina. Án stuðningsmanna hefðum við ekki getað gert þetta.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38