Sótti íslenska landsliðið í hönnun Guðný Hrönn skrifar 30. september 2017 11:15 Sigga Heimis er himinlifandi með nýja vetrarlínu IKEA. vísir/ernir Nú styttist í að nýjasta jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, komi í verslanir. Það vill svo skemmtilega til að sú lína er innblásin af Íslandi og nokkrir íslenskir hönnuður lögðu sitt af mörkum við gerð línunnar. Sigga Heimis iðnhönnuður hafði umsjón með gerð vetrarlínu IKEA fyrir árið 2017 en línan er innblásin af Íslandi og einkennist af gráum tónum og hreinum línum. Sigga hefur unnið lengi hjá IKEA. „Ég er búin að vera viðloðandi IKEA í mörg ár en með hléum. Ég var að vinna sem hönnuður á sínum tíma. Svo varð ég svokallaður „creative leader“ árið 2013, þessi starfstitill hljómar svo asnalega á íslensku: skapandi leiðtogi,“ segir Sigríður, kölluð Sigga, og hlær. „Ég fór í smá pásu frá IKEA og tók starfi hér heima. En ég sagði því starfi upp fyrir um tveimur vikum til að fara aftur út til IKEA. Þetta er nefnilega ofboðslega skemmtilegur vinnustaður. Við erum svo stórt fyrirtæki og ég tel að IKEA geti haft svo mikil áhrif og breytt því hvernig fólk í heiminum lifir.“ Hugmyndin var að fara norðarlega á hnöttinnGráir tónar eru áberandi í vetrarlínu IKEA.Þegar hugmyndavinna fyrir jóla- eða vetrarlínu IKEA fyrir þetta ár fór í gang kom fram uppástunga um að fara norðarlega á hnöttinn að sögn Siggu. „Þá benti ég nú á að ég væri frá Íslandi sem væri ansi norðarlega og teyminu fannst það sniðugt, að vinna með íslenskan tón,“ segir Sigga aðspurð hvernig það kom til að vetrarlínan er innblásin af Íslandi. Sigríður fór þá í það að velja íslenska hönnuði til að vinna hluti í línuna og þau Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir gullsmiður, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður, Bergþóra Guðnadóttir fatahönnuður, Reykjavík Letterpress og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir lögðu til dæmis sitt af mörkum. Það voru samtals átta hönnuðir sem unnu tillögur en hlutir eftir Jón Helga Hólmgeirsson, Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Þórunni Árnadóttur fóru alla leið og eru í jólalínunni í ár.„Þetta er ástríða hjá mér, að koma hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum að hjá IKEA. Og það er alveg ótrúlega gaman að fá að stýra svona verkefni og ég tala nú ekki um þegar maður getur náð í landslið okkar í hönnun og notað það. Núna veit allt IKEA-teymið líka miklu meira um Ísland og ég er ofboðslega stolt. Íslensku hönnuðirnir stóðu sig vel.“ Spurð nánar út í vetrarlínuna segir Sigga að um afar stóra línu sé að ræða. „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35 vörunúmer í hverri línu,“ útskýrir Sigga sem segir afar fjölbreyttar vörur vera í línunni, svo sem bökunarvörur, textílvörur, ljós og alls kyns smávöru. „Þetta eru ekki bara rauðar kúlur og kerti sko,“ segir hún og skellir upp úr. Vinna tvö ár fram í tímannVetrarlína IKEA inniheldur um 240 vörunúmer.Sigga segir vandasamt að hanna jóla- og vetrarlínur IKEA, ekki bara vegna þess að þær eru stórar, heldur einnig vegna þess að þær þarf að byrja að vinna mjög snemma. „Þær vörur sem eru að koma í verslanir núna, þær voru teiknaðar fyrir um það bil tveimur árum. Það er alltaf unnið langt fram í tímann og það tekur að lágmarki tvö ár fyrir vöru að koma í búð frá því að hún er teiknuð fyrst upp. Við erum til dæmis búin að vinna línu fyrir jólin 2018.“Er ekkert erfitt að vinna svona langt fram í tímann? „Jú, það er svolítið skrýtið. Það er smá spes að vera að teikna jólaskraut í mars,“ segir Sigga og hlær. „Maður verður að vera klókur og safna innblæstri snemma. Sama á við um sumarvörur, maður er að teikna einhverjar sólhlífar og sumardrykki, í nóvember.“„Við gerð jólalínu þarf líka að huga að ólíkum hefðum á milli landa. Við reynum auðvitað að þjóna sem stærstum hóp. Jólahefðir eru auðvitað mismunandi og þess vegna er ég fegin að þessi lína er ekki beint tengd við jólahátíðina eða trúarlegar hefðir heldur frekar vetrartímann eins og hann leggur sig.“ Aðspurð hvernig henni líði við að sjá vetrarlínuna nú þegar hún er tilbúin kveðst Sigga vera himinlifandi. „Ég er mikið fyrir einfaldleika í hönnun, tímaleysi og að leyfa efni og áferð að njóta sín. Og þannig er vetrarlínan,“ segir Sigga sem mun klárlega skreyta heimili sitt hátt og lágt með munum úr nýjustu vetrarlínu IKEA. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Nú styttist í að nýjasta jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, komi í verslanir. Það vill svo skemmtilega til að sú lína er innblásin af Íslandi og nokkrir íslenskir hönnuður lögðu sitt af mörkum við gerð línunnar. Sigga Heimis iðnhönnuður hafði umsjón með gerð vetrarlínu IKEA fyrir árið 2017 en línan er innblásin af Íslandi og einkennist af gráum tónum og hreinum línum. Sigga hefur unnið lengi hjá IKEA. „Ég er búin að vera viðloðandi IKEA í mörg ár en með hléum. Ég var að vinna sem hönnuður á sínum tíma. Svo varð ég svokallaður „creative leader“ árið 2013, þessi starfstitill hljómar svo asnalega á íslensku: skapandi leiðtogi,“ segir Sigríður, kölluð Sigga, og hlær. „Ég fór í smá pásu frá IKEA og tók starfi hér heima. En ég sagði því starfi upp fyrir um tveimur vikum til að fara aftur út til IKEA. Þetta er nefnilega ofboðslega skemmtilegur vinnustaður. Við erum svo stórt fyrirtæki og ég tel að IKEA geti haft svo mikil áhrif og breytt því hvernig fólk í heiminum lifir.“ Hugmyndin var að fara norðarlega á hnöttinnGráir tónar eru áberandi í vetrarlínu IKEA.Þegar hugmyndavinna fyrir jóla- eða vetrarlínu IKEA fyrir þetta ár fór í gang kom fram uppástunga um að fara norðarlega á hnöttinn að sögn Siggu. „Þá benti ég nú á að ég væri frá Íslandi sem væri ansi norðarlega og teyminu fannst það sniðugt, að vinna með íslenskan tón,“ segir Sigga aðspurð hvernig það kom til að vetrarlínan er innblásin af Íslandi. Sigríður fór þá í það að velja íslenska hönnuði til að vinna hluti í línuna og þau Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir gullsmiður, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður, Bergþóra Guðnadóttir fatahönnuður, Reykjavík Letterpress og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir lögðu til dæmis sitt af mörkum. Það voru samtals átta hönnuðir sem unnu tillögur en hlutir eftir Jón Helga Hólmgeirsson, Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Þórunni Árnadóttur fóru alla leið og eru í jólalínunni í ár.„Þetta er ástríða hjá mér, að koma hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum að hjá IKEA. Og það er alveg ótrúlega gaman að fá að stýra svona verkefni og ég tala nú ekki um þegar maður getur náð í landslið okkar í hönnun og notað það. Núna veit allt IKEA-teymið líka miklu meira um Ísland og ég er ofboðslega stolt. Íslensku hönnuðirnir stóðu sig vel.“ Spurð nánar út í vetrarlínuna segir Sigga að um afar stóra línu sé að ræða. „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35 vörunúmer í hverri línu,“ útskýrir Sigga sem segir afar fjölbreyttar vörur vera í línunni, svo sem bökunarvörur, textílvörur, ljós og alls kyns smávöru. „Þetta eru ekki bara rauðar kúlur og kerti sko,“ segir hún og skellir upp úr. Vinna tvö ár fram í tímannVetrarlína IKEA inniheldur um 240 vörunúmer.Sigga segir vandasamt að hanna jóla- og vetrarlínur IKEA, ekki bara vegna þess að þær eru stórar, heldur einnig vegna þess að þær þarf að byrja að vinna mjög snemma. „Þær vörur sem eru að koma í verslanir núna, þær voru teiknaðar fyrir um það bil tveimur árum. Það er alltaf unnið langt fram í tímann og það tekur að lágmarki tvö ár fyrir vöru að koma í búð frá því að hún er teiknuð fyrst upp. Við erum til dæmis búin að vinna línu fyrir jólin 2018.“Er ekkert erfitt að vinna svona langt fram í tímann? „Jú, það er svolítið skrýtið. Það er smá spes að vera að teikna jólaskraut í mars,“ segir Sigga og hlær. „Maður verður að vera klókur og safna innblæstri snemma. Sama á við um sumarvörur, maður er að teikna einhverjar sólhlífar og sumardrykki, í nóvember.“„Við gerð jólalínu þarf líka að huga að ólíkum hefðum á milli landa. Við reynum auðvitað að þjóna sem stærstum hóp. Jólahefðir eru auðvitað mismunandi og þess vegna er ég fegin að þessi lína er ekki beint tengd við jólahátíðina eða trúarlegar hefðir heldur frekar vetrartímann eins og hann leggur sig.“ Aðspurð hvernig henni líði við að sjá vetrarlínuna nú þegar hún er tilbúin kveðst Sigga vera himinlifandi. „Ég er mikið fyrir einfaldleika í hönnun, tímaleysi og að leyfa efni og áferð að njóta sín. Og þannig er vetrarlínan,“ segir Sigga sem mun klárlega skreyta heimili sitt hátt og lágt með munum úr nýjustu vetrarlínu IKEA.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira