Tveir menn voru handteknir í íbúðinni. Annar þeirra er erlendur ríkisborgari og var hann gestkomandi en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu ásamt konunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir einnig að rannsókn lögreglu sé skammt á veg komin og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Í samtali við Vísi í morgun sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að grunur væri um að áhaldi eða vopni hefði verið beitt við árásina.
Mennirnir tveir verða yfirheyrðir í dag en ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim.