Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 12:30 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur Herjólfs. Vísir/Eyþór Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag. Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag.
Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16