Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 23:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna. BBC greinir frá. Hafa þeir kallað hvorn annan ýmsum uppnefnum undanfarna daga eftir að Trump hótaði að gereyða Norður-Kóreu. Sagði Kim Jong-un til að mynda að Trump væri „brjálaður“ og „elliær“. Trump svaraði um hæl með því að kalla leiðtoga Norður-Kóreu „brjálæðing“. Kallar Lavrov eftir því að báðir aðilar rói sig aðeins niður. „Já, það er óásættanlegt að horfa á Norður-Kóreu þróa kjarnorkuvopn en það er líka óásættanlegt að hefja stríð á Kóreuskaga,“ segir Lavrov. Kallar hann eftir því að komið verði á ferli til þess að finna friðsæla lausn á málefnum Norður-Kóreu. „Saman með Kína munum við freista þess að finna skynsamlega lausn en ekki byggða á tilfinningum þar sem börn á leikskóla byrja að rífast og enginn getur stöðvað þau,“ sagði Lavrov og vísaði þar til Trump og Kim Jong-un. Donald Trump Tengdar fréttir Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna. BBC greinir frá. Hafa þeir kallað hvorn annan ýmsum uppnefnum undanfarna daga eftir að Trump hótaði að gereyða Norður-Kóreu. Sagði Kim Jong-un til að mynda að Trump væri „brjálaður“ og „elliær“. Trump svaraði um hæl með því að kalla leiðtoga Norður-Kóreu „brjálæðing“. Kallar Lavrov eftir því að báðir aðilar rói sig aðeins niður. „Já, það er óásættanlegt að horfa á Norður-Kóreu þróa kjarnorkuvopn en það er líka óásættanlegt að hefja stríð á Kóreuskaga,“ segir Lavrov. Kallar hann eftir því að komið verði á ferli til þess að finna friðsæla lausn á málefnum Norður-Kóreu. „Saman með Kína munum við freista þess að finna skynsamlega lausn en ekki byggða á tilfinningum þar sem börn á leikskóla byrja að rífast og enginn getur stöðvað þau,“ sagði Lavrov og vísaði þar til Trump og Kim Jong-un.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46
Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09
Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04