Fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 07:30 Ágúst Birgisson línumaður FH í leik á móti Haukum. vísir/Eyþór Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira