Peugeot 208, 2008 og DS3 verða rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 10:37 Peugeot 2008. PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent