Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 06:00 Shinzo Abe forsætisráðherra vill endurnýja umboð sitt. vísir/epa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira