Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 13:54 Fleiri stjórnendur hjá Equifax hafa verið látnir fara eftir gagnalekann. Vísir/EPA Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira