Clinton segir Trump-liða vera hræsnara Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 16:23 Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta. Vísir/Getty Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir. Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir.
Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16
Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18