Góð bílasala í Evrópu í ár Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 14:08 Bílaumferð í Róm, en á Ítalíu var vöxtur í bílasölu 16% í ágúst. Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Sala nýrra bíla í Evrópu hefur verið með besta móti það sem af er ári og er 4,4% vöxtur á fyrstu 8 mánuðunum borið saman við sama tíma í fyrra. Söluaukningin í ágúst nam 5,5%. Alls seldust 10,56 milljón bílar í Evrópu til loka ágúst og ef samskonar sala verður á síðustu 4 mánuðum ársins verður heildarsalan hátt í 16 milljón bílar. Það mun slá hátt í bílasöluna sem í stefnir í Bandaríkjunum í ár. Aukningin var nokkuð misjöfn á milli landa í ágúst og var hæst á Ítalíu, eða 16%. Á Spáni var hún 13%, í Frakklandi 9,3% og 3,5% í Þýskalandi. Í Bretlandi var hinsvegar 6,4% samdráttur og í Belgíu um 8,1%. Verst var salan á Írlandi, sem minnkaði um 21%. Sama má segja um bílaframleiðendur, árangur þeirra er einnig æði misjafn á ágúst. Nissan naut 17% vaxtar, Skoda 15%, Renault 13%, Toyota 13%, Seat 12%, Peugeot 11%, Fiat Chrysler 9,8%, Mercedes Benz 9,1%, Citroen 5,8%, Audi 5% og BMW 3,8%. Söluminnkun varð hjá Volkswagen um 4,4%, Porsche 10% og Ford sem nam 3,5%. Talsverð aukning varð á bílasölu í Evrópu í fyrra miðað við árið 2015 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram og það sama á við bílasölu á Íslandi.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent