Tagl, toppur og túpering Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 28. september 2017 12:00 „Ég vinn á besta og fallegasta staðnum í miðborginni með iðandi mannlíf allt í kring og hitti frábært fólk á hverjum degi. Ég er í mjög skapandi vinnu og fæ að láta fólki líða vel. Ég bið ekki um meira,“ segir Hugún. Vísir/Ernir Hugrún Harðardóttir var aðeins fimmtán ára þegar hún byrjaði að sópa gólf á hárgreiðslustofu. Síðan þá hefur hún unnið í faginu og er hárgreiðslumeistari með eigin stofu í dag. „Ég opnaði hárgreiðslustofuna Barbarella Coiffeur á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í september fyrir þremur árum. Ég er alltaf þakklát fyrir vinnuna mína. Ég vinn á besta og fallegasta staðnum í miðborginni með iðandi mannlíf allt í kring og hitti frábært fólk á hverjum degi. Ég vinn mjög skapandi vinnu og fæ að láta fólki líða vel. Ég bið ekki um meira,“ segir Hugrún brosandi. Henni finnst haustin skemmtilegasti tíminn þegar kemur að tísku því hausttískan henti íslensku veðurfari yfirleitt ágætlega. „Ég hlakka alltaf til að fara til útlanda á haustin til þess að ná mér í smá vítamínsprautu fyrir fagið mitt og skoða strauma og stefnur. Ég vafra oft um á Pinterest þegar mig vantar innblástur en ég fæ líka mikið út úr því að setjast niður með góðan kaffibolla og tímarit á Eymundsson í Austurstræti þegar tími gefst til,“ segir Hugrún þegar hún er spurð hvernig hún fylgist með nýjustu hártískunni.Djúp skipting til hliðar eða í miðjunni verður hámóðins í vetur.Fjölbreytt hártíska Vetrartískan í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og ættu allir að finna línu við sitt hæfi, að sögn Hugrúnar. „Hárið verður áberandi náttúrulegt og afslappað og um að gera að nýta þá eiginleika sem hárið hefur að geyma. Hvort sem hárið er brjálæðislega krullað, með mjúka liði eða alveg slétt, þá er allt flott. Gott er að hafa í huga að þótt hárið sé afslappað þá fæst það útlit ekki alveg fyrirhafnarlaust og ég mæli með að fá fagmanneskju til aðstoðar við að finna rétta mótunarefnið, því það breytir öllu. Djúp hliðarskipting verður mjög áberandi og einnig afturgreitt hár, sem er eins fingrunum hafi verið rennt í gegnum hárið.“Túpering og toppar Áhrif frá sjötta áratugnum munu skína skært í túperuðum hnakka með flötum toppi, hvort sem um er að ræða hliðarskiptingu eða miðjuskiptingu, að sögn Hugrúnar. „Tagl í hárinu verður einnig mjög heitt og hægt að útfæra það á marga vegu, svo sem hátt eða lágt, slétt eða úfið. Það er alltaf flott að fela teygjuna með því að vefja einum lokk úr taglinu yfir og festa með spennum. Fastar fléttur verða líka áberandi, eða allt frá úfnum og lausum fléttum, skreyttum fléttum með hárborða eða fléttum sem sitja hátt á höfðinu. Hárbönd og borðar verða vinsælir aukahlutir í hártískunni í vetur,“ segir Hugrún og bætir við að fyrir þá sem vilja vel formaðar línur sé gaman að prófa annaðhvort alveg stutta eða millistutta klippingu. „Og þá semí nútímalega „pageboy“ klippingu sem er flott að móta með þurru vaxi og sjávarsaltsspreyi. Núna er í tísku, og verður áfram, næstum því snoðaður kollur en þó með rétt nægri lengd til þess að ná fram smá áferð með hármótunarefnum.“Fléttur koma sterkar inn og aukahlutir í hárið verða vinsælir.Allir litirnir í litrófinu eru í boði en sem fyrr er áhersla á að fá hreyfingu í hárið og að litablöndunin sé falleg og mjúk. „Eftir sumarfrí og sólarupplitun er hárið oft gulnað og þurrt og þá getur verið skemmtilegt að leika sér með tónera sem geta breytt litnum en samt leyft fallegri hreyfingu að koma í gegn,“ segir Hugrún.Hárþvottur tvisvar í viku En skiptir máli hvernig hársápa er notuð og hversu oft hárið er þvegið? „Já, hárumhirða skiptir alltaf máli og mikilvægt að fjárfesta í sjampói og næringu sem henta hárgerðinni og því sem þú vilt ná fram. Allir ættu að nota hárnæringu hvort sem hárið er gróft eða fínt. Hárið mun líta betur út og verða heilbrigðara fyrir vikið. Hárþvott með sjampói ætti að takmarka við tvö skipti í viku. Ef hárið er þvegið daglega, mæli ég með að draga úr því smátt og smátt því annars fitnar hársvörðurinn frekar en ella og hárið þornar. Ég myndi frekar láta duga að skola hárið vel með heitu vatni og nudda og klóra hársvörðinn vel til að koma blóðflæðinu af stað og setja loks hárnæringu í endana. Sítt hár þarf extra dekur ef það á að líta vel út og þá er sniðugt að nota djúpnæringu hálfsmánaðarlega eða jafnvel vikulega,“ segir Hugrún.Barbarella coiffeur Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hugrún Harðardóttir var aðeins fimmtán ára þegar hún byrjaði að sópa gólf á hárgreiðslustofu. Síðan þá hefur hún unnið í faginu og er hárgreiðslumeistari með eigin stofu í dag. „Ég opnaði hárgreiðslustofuna Barbarella Coiffeur á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í september fyrir þremur árum. Ég er alltaf þakklát fyrir vinnuna mína. Ég vinn á besta og fallegasta staðnum í miðborginni með iðandi mannlíf allt í kring og hitti frábært fólk á hverjum degi. Ég vinn mjög skapandi vinnu og fæ að láta fólki líða vel. Ég bið ekki um meira,“ segir Hugrún brosandi. Henni finnst haustin skemmtilegasti tíminn þegar kemur að tísku því hausttískan henti íslensku veðurfari yfirleitt ágætlega. „Ég hlakka alltaf til að fara til útlanda á haustin til þess að ná mér í smá vítamínsprautu fyrir fagið mitt og skoða strauma og stefnur. Ég vafra oft um á Pinterest þegar mig vantar innblástur en ég fæ líka mikið út úr því að setjast niður með góðan kaffibolla og tímarit á Eymundsson í Austurstræti þegar tími gefst til,“ segir Hugrún þegar hún er spurð hvernig hún fylgist með nýjustu hártískunni.Djúp skipting til hliðar eða í miðjunni verður hámóðins í vetur.Fjölbreytt hártíska Vetrartískan í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og ættu allir að finna línu við sitt hæfi, að sögn Hugrúnar. „Hárið verður áberandi náttúrulegt og afslappað og um að gera að nýta þá eiginleika sem hárið hefur að geyma. Hvort sem hárið er brjálæðislega krullað, með mjúka liði eða alveg slétt, þá er allt flott. Gott er að hafa í huga að þótt hárið sé afslappað þá fæst það útlit ekki alveg fyrirhafnarlaust og ég mæli með að fá fagmanneskju til aðstoðar við að finna rétta mótunarefnið, því það breytir öllu. Djúp hliðarskipting verður mjög áberandi og einnig afturgreitt hár, sem er eins fingrunum hafi verið rennt í gegnum hárið.“Túpering og toppar Áhrif frá sjötta áratugnum munu skína skært í túperuðum hnakka með flötum toppi, hvort sem um er að ræða hliðarskiptingu eða miðjuskiptingu, að sögn Hugrúnar. „Tagl í hárinu verður einnig mjög heitt og hægt að útfæra það á marga vegu, svo sem hátt eða lágt, slétt eða úfið. Það er alltaf flott að fela teygjuna með því að vefja einum lokk úr taglinu yfir og festa með spennum. Fastar fléttur verða líka áberandi, eða allt frá úfnum og lausum fléttum, skreyttum fléttum með hárborða eða fléttum sem sitja hátt á höfðinu. Hárbönd og borðar verða vinsælir aukahlutir í hártískunni í vetur,“ segir Hugrún og bætir við að fyrir þá sem vilja vel formaðar línur sé gaman að prófa annaðhvort alveg stutta eða millistutta klippingu. „Og þá semí nútímalega „pageboy“ klippingu sem er flott að móta með þurru vaxi og sjávarsaltsspreyi. Núna er í tísku, og verður áfram, næstum því snoðaður kollur en þó með rétt nægri lengd til þess að ná fram smá áferð með hármótunarefnum.“Fléttur koma sterkar inn og aukahlutir í hárið verða vinsælir.Allir litirnir í litrófinu eru í boði en sem fyrr er áhersla á að fá hreyfingu í hárið og að litablöndunin sé falleg og mjúk. „Eftir sumarfrí og sólarupplitun er hárið oft gulnað og þurrt og þá getur verið skemmtilegt að leika sér með tónera sem geta breytt litnum en samt leyft fallegri hreyfingu að koma í gegn,“ segir Hugrún.Hárþvottur tvisvar í viku En skiptir máli hvernig hársápa er notuð og hversu oft hárið er þvegið? „Já, hárumhirða skiptir alltaf máli og mikilvægt að fjárfesta í sjampói og næringu sem henta hárgerðinni og því sem þú vilt ná fram. Allir ættu að nota hárnæringu hvort sem hárið er gróft eða fínt. Hárið mun líta betur út og verða heilbrigðara fyrir vikið. Hárþvott með sjampói ætti að takmarka við tvö skipti í viku. Ef hárið er þvegið daglega, mæli ég með að draga úr því smátt og smátt því annars fitnar hársvörðurinn frekar en ella og hárið þornar. Ég myndi frekar láta duga að skola hárið vel með heitu vatni og nudda og klóra hársvörðinn vel til að koma blóðflæðinu af stað og setja loks hárnæringu í endana. Sítt hár þarf extra dekur ef það á að líta vel út og þá er sniðugt að nota djúpnæringu hálfsmánaðarlega eða jafnvel vikulega,“ segir Hugrún.Barbarella coiffeur
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira