Fótbolti

Vardy ekki í enska landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy hefur leikið 17 landsleiki og skorað sex mörk.
Jamie Vardy hefur leikið 17 landsleiki og skorað sex mörk. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Litháen í undankeppni HM 2018.

Fraser Forster, markvörður Southampton, kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Tom Heaton sem er meiddur.

Fabian Delph, leikmaður Manchester City, kemur einnig inn í hópinn. Síðasti landsleikur hans var gegn Spáni í nóvember 2015.

Jamie Vardy, framherji Leicester City, er ekki í hópnum vegna meiðsla.

Manchester-liðin, United og City, og Tottenham eiga flesta fulltrúa í hópnum, eða fjóra hvert lið.

England er í mjög góðri stöðu í F-riðli undankeppninnar og þarf aðeins einn sigur úr síðustu tveimur leikjunum til að komast á HM.

Enska hópinn má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×