Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 11:00 Teikning af mögulegri bækistöð á Mars. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan. SpaceX Vísindi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan.
SpaceX Vísindi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira