Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 07:00 Stórvinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku hafa fagnað mörgum mörkum í upphafi tímabils. vísir/getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira